- Íslendingar leggja alltaf lengst frá næsta bíl - Útlendingar leggja alltaf við hliðina á næsta JAFNVEL ÞÓ AÐ ÞAÐ SÉ EKKI STÆÐI
- Útlendingar LÆSA EKKI að sér þegar þeir ganga örna sinna - jafnvel þó að það sé á klósetti uppi á hálendi ! Ég veit ekki hversu mörg karlmannsbök og kvenmannsskræki ég sá og heyrði í sumar sem sérlegur Leirhnjúksklósettþrífari
- Það getur safnast svo mikill leir á skóna manns að maður getur ekki lengur labbað - en virðist þó 15 cm hærri en venjulega :Þ
- Maður getur ekki gert ráð fyrir því að fólk hagi sér eins og aldur þess segir til um
- Vargskýla er mývetnska yfir flugnanet
- Ferðabækur ljúga - Ég meina hver hefur ekki heyrt um neðanjarðarbakaríið við Mývatn ! Sumir segja jafnvel að það sé með glerþaki til að horfa niður um ! Ef þú bakar brauð ofan í jörðinni þá viltu ekki sjálfur fara þangað niður ...
- Ítalir og Ísraelar fengu verðlaun sumarsins fyrir að vera erfiðustu ferðamennirnir.
- Þú getur ekki kíkt ofan í Kröflu og séð fljótandi hraun (sumir virðast halda það)
- Hálendið kallar - sumir ættu þó ekki að hlusta og helst bara halda sig heima hjá sér
Nú fer veturinn að fara að fara að byrja hjá mér - síðasta vika hefur verið undarlegt limbó þar sem amma dó og ég fékk loks að vita nákvæmlega hvað gerðist þegar góður vinur minn frá Venezuela var myrtur af lögreglu þar í landi. Svo er ég líka búin að vera með alla útlendingana mína á landinu. Öll fjölskyldan kom til að fara í jarðarförin hennar ömmu og það var svo gaman að fá þau til landsins. Mamma, pabbi og Eydís eru svo að fara heim í dag en María er hérna fram á miðvikudag :)
Eeeen svo byrjar veturinn hjá mér :Þ Ég verð að vinna meira og minna alla daga næstu tvær vikurnar eða þangað til við förum til Oxford. Ég er byrjuð að stúdera í ritgerðinni minni en ég þarf bara að hitta á leiðbeinendann minn og setja skýrari línur fyrir verkefnið - annars er svo sem ekkert sem stoppar mig í að byrja að lesa nema bara það að ég hef ekki komið mér í það ennþá
Jæja best að henda í tvö brauð
ÍÓ út
Eeeen svo byrjar veturinn hjá mér :Þ Ég verð að vinna meira og minna alla daga næstu tvær vikurnar eða þangað til við förum til Oxford. Ég er byrjuð að stúdera í ritgerðinni minni en ég þarf bara að hitta á leiðbeinendann minn og setja skýrari línur fyrir verkefnið - annars er svo sem ekkert sem stoppar mig í að byrja að lesa nema bara það að ég hef ekki komið mér í það ennþá
Jæja best að henda í tvö brauð
ÍÓ út
4 ummæli:
jamm, ferðamenn eru skrítnir fuglar, því verður ekki neitað!
Vargskýla, minnir mig á einhverskonar nærbuxur, heheheh...
HallÓ:) Haltu áfram að vera duleg að blogga - alltaf gaman að fylgjast með:)
Ég sá þig eitt augnablik fyrir mér að hnoða brauð í eldhúsinu þínu... :-) en auðvitað átti ég að vita betur.
Alltaf gaman að fylgjast með en svona ellibelgir eins og ég eiga erfitt með að lesa grátt á svörtu... -mamma-
Skrifa ummæli