12.9.07

Smá innlegg

Það var eins og ég hélt - lífið fór í sinn vanagang aftur á mánudaginn og það var mjög góð tilfinning. Núna er öll fjölskyldan farin aftur til síns heima og við erum aftur búin að dreifa okkur á 3 lönd :Þ Ég er líka komin HEIM núna með öllu. Það var nefnilega hálf undarlegt að vera hérna í miðbænum fyrst eftir að ég kom, allur þessi hasar og læti var eitthvað að fara í mig eftir þetta sveitasumar en töfrar Hlemms náðu mér aftur ; )

Síðan á mánudaginn er ég bara búin að vera að stússast og útrétta (svona þegar ég hef ekki verið í vinnunni). Núna er ég meira minna búin að koma öllu í verk og meira segja búin að selja grænu bykkjuna (Hyundainn) til partasölu. Hann er búinn að standa bilaður fyrir utan hjá okkur frá því í lok apríl : / stundum tekur svolítið langan tíma að koma sér að verki :Þ

Á morgun ætla ég að splæsa á mig fótsnyrtingu í leiðinni þegar ég fer í augnbrúnavaxið :Þ 10 tíma á dag í gönguskóm í 12 vikur - þið megið reyna að giska á hversu sætar tásurnar á mér eru eftir það ! - Hey Saga ég keypti mér þó rautt naglalakk um daginn og ég svo sver það við hefðum getað bjargað sumrinu með því :Þ Í sumar fékk kvenlega hliðin nefnilega ekki að blómstra, dögunum eyddi ég yfirleitt haugadrullug í skítugum fötum sem tók varla að setja í þvottavél því það tók bara hálfan dag að gera þau jafndrullug aftur. Það var svo sannarlega dagamunur ef að maður klíndi smá maskara á sig (sem gerðist næstum því aldrei).

Ég er búin að skipta um banner frá Kiva hérna til vinstri. Ég sá það í mogganum áðan að núna eru 33 Íslendingar skráðir inn en þeir voru víst 13 fyrir um tveimur vikur þegar þeir voru með smá umfjöllun. Ég gerðist líka svo frökk að senda smá upplýsingar um þessa síðu á hina og þessa í tölvupóstfangaskránni minni - ef þið hafið engann áhuga þá hendið þið því bara en ef þið eruð forvitin þá tékkið á þessu.

Og svo svona í lokin þá koma hérna nokkrar myndir frá Mývatni :)

Á toppi hæsta fjallsins á svæðinu okkar, Hlíðarfjall.

Maður furðaði sig oft á heimsku fólks í sumar !

Ljósmyndaraklikkun á Hveraröndinni - 5 mínútum seinna var farin að skamma karlinn í rauða jakkanum þar sem hann stóð á barminum á einum hvernum og var að taka myndir !
Vúhú svaka stolt eftir að vera búin að taka jeppann í fyrstu ófæruferðina sem ég hef keyrt :Þ
Stakhólstjörnin við SkútustaðargíganaHverfjall

Húsið sem ég bjó í í sumar :)
Upplýsingamiðstöðin góða og uppáhaldsfólkið mitt frá vinstri: Elva, Þorgeir, Saga og þarna í þetta eina skipti var Phoebe líka á svæðinu :Þ
Það er ekkert MÝvatn án MÝS
3 klst eftir af vinnu og svo ætla ég að skella mér í sund og njóta svo kvöldsins með kallinum mínum :)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðilslegar myndir!! Ég hef aldrei farið í fótsnyrtingu það er örugglega æðislegt. -mamma-

Nafnlaus sagði...

Ohhhhhhh ég gæti alveg farið að gráta....hélt ég væri alveg búin að koma mér í borgargírinn en það er sko langt því frá - er búin að hanga í Öskju frá morgni til miðnættis...sussubía en skemmtilegar myndir!!! Ég keypti mér líka rautt naglalakk (í staðinn fyrir það sem ég braut á baðgólfinu heima) og lakkaði á mér tásurnar í gær :D Annars veit ég ekki ennþá hvort ég fari á Hvanneyri en annars verður hittingur á þri! :D vá heimsins lengsta komment!! Enda leiðist mér uppí Öskju að mæla blaðgrænu með ljósgleypnimæli - vúpí- kl 10 um kvöld íþokkabót....ok komið nóg :)

Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir, sérstaklega flott myndin af þér á Hlíðarfjalli :o)

Nafnlaus sagði...

Á hvað gastu selt bílinn í partasöluna?

Ég er að vandræðast með að selja bílinn minn. Þarf svo að losna við hann (get ekki rekið bíl á mínínámslánunum sem ég fæ í vetur). Er auglýstur á kassi.is (suzuki swift ´96, rauður) ef þú veist um e-n sem vantar bíl. Er í toppstandi.

Nafnlaus sagði...

Ég er hætt að borða aspartam :/

Íris sagði...

Haha Saga I told you so ! Maður bara getur það ekki eftir að hafa horft á þessa mynd.