22.9.07

Oxford blogg

Lífið í Oxford er ljúft, ég skil vel að mömmu og pabba líði vel hérna.

Við Orri flugum út seinnipartinn á fimmtudaginn og vorum komin hingað um kl. 22 um kvöldið. Í gær tóku mamma og pabbi okkur útlendingana í bæjarrölt og í dag fórum við Orri í útsýnisrútuferð um borgina - Það er semsagt verið að taka algjörann túrista á þetta :Þ

Það er samt ótrúlegt hvað það er þreytandi að vera túristi - við erum eiginlega alltaf bara algjörlega útkeyrð og ég gæti lagt mig hvenær sem er yfir daginn ! :Þ Maður er líka að reyna að stauta sig áfram á enskunni hérna og þó ég tali ensku ALLAN daginn í vinnunni og ég gerði það líka í allt sumar þá er þetta bara ekki eins .... *GEISP* Kannski er það líka allt labbið sem er að gera mann svona þreyttann en þetta er svo sannarlega enginn megrunarferð, allt nammið sem var keypt í fríhöfninni sér til þess : O

Veðrið er bara mjög fínt 15°C-20°C en búið að vera skýjað (kannski sem betur fer)

Jæja ég held að við séum að fara út að borða svo best að fara að taka sig til ...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

15°C - 20°C ég ætla að vona að þú komir með eitthvað af þessum hita með þér heim. Mér finnst þetta haust vera afskaplega kalt svo ég panta smá hita ;o)

Vona svo að þið hafið það rosalega gott úti :o) Náið að slaka vel á og skemmta ykkur !

knús Bekka

Nafnlaus sagði...

Sæl Íris
Ég ætla bara að kvitta fyrir komu mína. Úff hvað ég öfunda þig af 15-20 gráðum! Núna er svona 3 gráður og gengur á með éljum á Mývatninu en kannski verður hlýrra þegar líður á vikuna.

Nafnlaus sagði...

15-20° vs. 0-5° Endilega komdu með svona 5-10° með þér heim, það ætti ekki að taka svo mikið pláss í farangrinum.

Og já, það er alveg rosalega orkukrefjandi að vera túristi, krefst mikils sykurs og mikils svefns ;)

Nafnlaus sagði...

*ÖFUND* Vá hvað mig langar að vera með ykkur!

Hjá mér er 21° ;)

Púff já skil þig að vera þreytt - byrjaði í Anatomy og Physiology í dag og það dofnaði bara yfir heilanum þegar aðeins hálfur dagurinn var búinn og ég skildi ekki einu sinni þegar það var verið að segja eitthvað mjööööög einfalt við mig á sænsku hahah!

Eldaði handa okkur Aron kjúlla með kókósmjólk, brokkólí og fl. - ummm minnti mig á matinn hennar mömmu:) Og OF Course hýðishrísgrjón;)

María

Unknown sagði...

oj ykkur 15-20°c !!!!

þvíliki kuldinn hérna hjá okkur :)

njótiði þess í botn elskurnar mínar !!!

og svo er ég búin að panta eitt stikki heimsókn þegar þú kemur í kuldann :)