25.9.07

Oxford blogg tvö

Vúhú ég fékk svo mörg komment frá ykkur í gær að ég verð nú bara að blogga meira :)

Lífið í Beljuvaði er enn jafn ljúft. Eftir að hafa farið út að borða á laugardagskvöldið og drukkið þónokkur hvítvínsglös (sumir þó nokkuð mikið af bjór) þá var sunnudagurinn þynnkudagur :Þ Ég var þó búin að fá nóg af kleprinu seinnipart dags og dró hana Eydísi með mér niður í bæ að versla smá :Þ Ég keypti mér sumarkjól (veðráttan hér gerir mann smá ruglaðann) og bol. Svo fann ég mér jakka sem ég held ég verði bara að kaupa mér :Þ
Um kvöldið fórum við Eydís líka út í smá hjólatúr - Það er ekki svo einfalt hérna því maður veit aldrei hvoru megin á götunni maður á að vera, bannsett vinstri umferð. Svo var hjólið sem ég var á líka með körfu og ég var greinilega ekki alveg að finna jafnvægið því ég var alltaf alveg við það að klessa á tré, bíla, hús, girðingar og hvað eina sem var í vegi mínum :Þ

Annars er margt áhugavert og skítið hér ...
  • það er bara hægt að kynda allt húsið í einu, semsagt annað hvort er hitinn bara Á eða AF, ekkert sérstaklega hentugt þegar saman eru komnar kuldaskræfur og hitapokar.
  • Eins verður sturtan uppi köld ef einhver ákveður að vaska upp :Þ
  • Hrossaflugurnar hér eru þónokkuð stærri en þær íslensku
  • Það standa allir í röð (en það vissuð þið nú)
  • Afgreiðslufólk hérna er með afbrigðum kurteist - ég var beðin afsökunar á því að hafa þurft að standa í röð - það var ein manneskja á undan mér !
  • Breskar stelpur tala með undarlegum væmnum máltóni - við Eydís erum að reyna að komast að því hvað veldur.
  • Hér er hægt að panta mat úr matvörubúðum í gegnum netið og fá hann svo bara sendan HEIM ! ohhh mig dreymir um að fá svona þjónustu á Íslandi en finnst mér fátt leiðinlegara en að fara og kaupa í matinn : /
  • Hér eru fjórar ruslatunnur á hús takk fyrir - hver og einn fyrir sérflokk af rusli
  • Allir gluggar eru læstir með lykli - Útidyrahurðin er líka læst með lykli að innan !
  • Rugby er afskaplega skrítin íþrótt !
Jæja klukkan er að verða 11:30, kallinn enn sofandi og við ætlum í bæinn kl. 12 að versla á HANN föt - ég fæ mína dýrðardaga í búðunum eftir að hann fer (og ég og VISA skvísa fáum að vera einar í friði ;))

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Plííís viltu taka eina tvær svona stórar hrossaflugur með þér heim handa mér! :D

Nafnlaus sagði...

hehe, sturtan heima hjá Andra er eins ;) Kemur sér samt vel því að stundum er hún of heit og ómögulegt að kæla hana nema þá of course að skrúfa frá krananum í vasknum ;)

Nafnlaus sagði...

Kr átti að vera Kristín, ýtti óvart á enter :P

Nafnlaus sagði...

Hæ pæ! Skemmtu þér vel í Oxford og skemmtu þér vel að shoppa ;O)
Kv.Jane frænka

Nafnlaus sagði...

Beljuvað?!? Hét gatan ekki Pussy close haha

Get rétt ímyndað mér að það komi "eilitlir" árekstar hvað varðar hitastig í húsinu ;)

Hér í Svíþjóð þá er dyrum líka læst með lykli (Tvöföld læsing takk fyrir) en ekki ef einhver er heima því ef það kveiknar í og maður finnur ekki lykilinn lendir maður í klemmu!

KRAM-María

Nafnlaus sagði...

María, maður á alltaf að hafa lykilinn í - lærðir þú það ekkií Brighton í fyrra ;-)
-mamma-