14.9.07

Lífið er gott :)

Þá er maður búinn að fara í fótsnyrtingu og er með eldrauðar táneglur. Ég átti svo erfitt með mig á meðan verið var að snyrta á mér tásurnar því mér kitlaði svo hrikalega ef að hún snerti á mér iljarnar :Þ Ég bara hló og hló og reyndi að vera ekki alltaf að kippa að mér fótunum :Þ

Ég er svo sátt við það hvernig þetta haust lítur út fyrir mig :) Vinnan er jafn frábær og alltaf og ég er búin að uppgötva frelsið í því að vera ekki í neinum kúrsum. Ég þarf ekkert að mæta, ekkert að lesa, engin próf að taka og engum verkefnum að skila - Ég þarf bara að einbeita mér að ritgerðinni minni og hingað til gengur það bara vel.
Ég veit ekki hvernig það verður þegar maður þarf bara að vinna - þvílíkur lúxus !

Það lítur allt út fyrir rólega helgi, við Orri erum á fullu að vinna okkur í haginn svo að við getum slaka að á í fríinu okkar í Oxford. Ég hlakka svo til :) Hvorugt okkar fékk neitt sumarfrí svo við ætlum að njóta þess í botn að þurfa ekki að gera neitt :Þ

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki gera neitt! Þú mannst hvað gestir þurfa að ganga í gegnum hér, spurðu bara Ingunni ;-)
Annars hlakka ég svo til að sjá ykkur veðrið er ennþá alveg dásamlegt.
-mamma-

Íris sagði...

hahaha alveg rétt - þið haldið að þið séuð að fá fólk til ykkar til að taka til eftir ykkur ;)

Nafnlaus sagði...

Hehe ég sem var einmitt að segja við Aron í gær að mér fannst svo gott að vera í skóla:)

Gangi þér vel að læra:)

Guðrún María

Íris sagði...

Hehe ég er svo sannarlega búin að njóta þess líka að vera í skóla - það er svo æðislegt að ráða tíma sínum svona sjálfur. Ég er ekki viss um að ég myndi vera eins ánægð í 8-16 vinnu þar sem ég væri alltaf að vinna á sama tíma alla daga.

Nafnlaus sagði...

Vaktavinna ;) Ekki svo hrikalega slæm er ég búin að komast að í sumar, vinna mikið í tvo daga og eiga svo frí í tvo daga ;) Ekki svo auðvelt að mæta kl 9 í skólann alla daga eftir það. Hvenær ferðu annars út??

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég gæti aldrei farið í fótsnyrtingu, er afskaplega viðkvæm fyrir kítli á fótunum. Myndi sennilega sparka í þann sem væri að sjá um mig ;o)

En já ég heldur betur öfunda þig af því að vera ekki í neinum námskeiðum, ég er að drukkna, feitasta önnin mín til þessa :o,

Knús Bekka