Aaaahhh mikið er skrítið að vera ekki að vinna - ég eyði dögunum algjörlega bara í það sem mig langar að eyða þeim í og þessa dagana er það að versla, hanga, versla, labba, borða nammi, borða góða matinn hennar mömmu og versla aðeins meira :Þ
Ég er núna komin með 1 skópar, 1 jakka og 5 kjóla svona að minnsta kosti. Ég var komin með augastað á öðrum jakka, alveg fullkomnum en þegar ég fór í búðina til að kaupa hann þá var hann búinn í minni stærð : / Hann kemur aftur en enginn veit hvenær svo ég verð bara að sitja um búðina þangað til ég fer heim og eftir það verða Eydís og mamma á vaktinni.
Lífið hérna er búið að vera svo ljúft og gott að ég er eiginlega bara búin að gera mig of heimakomna - vinstri umferðin gerir mig ekki lengur ringlaða
- ég er loksins búin að læra að sturta niður klósettinu
- ég held ég sé að átta mig á ruslatunnukerfinu hér
- við pabbi erum að stúdera reglurnar í rugby - þetta breska er sko alvöru, þetta bandaríska er bara fyrir sissies. Það eru innköst, hrúgur, spörk, hlaup og hvað eina
- maður fer inn vinstra megin í strætó, hægra megin er fyrir fólkið sem er að fara út :Þ
- og það er eins gott að segja bara please, thank you, cheers og mate nokkuð stöðugt.
Á morgun er fjölskylduferð í Reading, ég held að tilgangurinn sé bara að versla :Þ svo verð ég nú að fara að setjast niður fyrir alvöru og gera eitthvað í þessari BA ritgerð :/
- Saga, hér er ensk hrossafluga í jarðaberjaboxi bara fyrir þig
Íris eða Æhris eins og ég virðist heita hér !
Ég er núna komin með 1 skópar, 1 jakka og 5 kjóla svona að minnsta kosti. Ég var komin með augastað á öðrum jakka, alveg fullkomnum en þegar ég fór í búðina til að kaupa hann þá var hann búinn í minni stærð : / Hann kemur aftur en enginn veit hvenær svo ég verð bara að sitja um búðina þangað til ég fer heim og eftir það verða Eydís og mamma á vaktinni.
Lífið hérna er búið að vera svo ljúft og gott að ég er eiginlega bara búin að gera mig of heimakomna - vinstri umferðin gerir mig ekki lengur ringlaða
- ég er loksins búin að læra að sturta niður klósettinu
- ég held ég sé að átta mig á ruslatunnukerfinu hér
- við pabbi erum að stúdera reglurnar í rugby - þetta breska er sko alvöru, þetta bandaríska er bara fyrir sissies. Það eru innköst, hrúgur, spörk, hlaup og hvað eina
- maður fer inn vinstra megin í strætó, hægra megin er fyrir fólkið sem er að fara út :Þ
- og það er eins gott að segja bara please, thank you, cheers og mate nokkuð stöðugt.
Á morgun er fjölskylduferð í Reading, ég held að tilgangurinn sé bara að versla :Þ svo verð ég nú að fara að setjast niður fyrir alvöru og gera eitthvað í þessari BA ritgerð :/
- Saga, hér er ensk hrossafluga í jarðaberjaboxi bara fyrir þig
Íris eða Æhris eins og ég virðist heita hér !