9.10.07

Þvílíkir leti dagar : / Ég lá í nótt í rúminu í 12 tíma ! frá 1-13. Það væri kannski ekki skrítið fyrir meðalsvefnpurrku en mér þykir ekkert sérstaklega gott að sofa *hmm* Ég vaknaði með þá afsökun í höfðinu að líklegast hafi ég bara þurft að hvíla mig vel til að ná flensunni almennilega úr mér - en í sannleika sagt þá var bara svo ógurlega kósý að liggja uppi í rúmi í morgun með ALLT rúmið fyrir mig :Þ Það gerist nefnilega ekki oft að Orri fari á fætur á undan mér og ég gat svoleiðis lagt undir mig rúmið :Þ

En löt er ég samt - ég verð að fara að kaupa í matinn, sækja bækur af Amazon á pósthúsið, sækja kort í bankann, kaupa peru í ísskápinn, ÞVO þvott, tala við formann hússtjórnarinnar, finna vetrardekkinn af Hyundainum .... Alltof langur listi og mikil leti.

Annars er ég nú svo sem líka bara búin að vera að njóta þess að eyða tíma með kallinum. Við söknum hvort annars alltaf svo mikið og það er svo gaman að koma heim aftur :)

Jæja best að gera eitthvað af viti ---

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki stressa þig of mikið þá getur fengið magasár! DJóKuuuR !! hahha Skilur þetta ef þú ert búin að sjá sjúkdómagreiningAR mínar á fjölskyldu síðunni;) Og ég sem er bara að BYRJA námið haha

Ég elska að sofa hvar sem er og hvenær sem er - aaahh svo gott:) En meira segja ég á erfitt með að ná 12 tímum og hvað þá þú sem þarft liggur við bara 6 tíma svefn á nóttum - ég greini þig með flensu;)

KRAM - María

Nafnlaus sagði...

O my, o my, hvað ég er græn, væri svo til í að geta chillað og sofið. Er farið að vanta alvarlega mikið hvíld frá skólanum :o,

Bara rúmlega tveir mánuðir til jóla svo Im counting down.... ;o)

Heyrumst sæta :o)

Íris sagði...

Haha Rebekka eftir svona mánuð verð ég hætt að geta sofið fyrir stressi út af BA ritgerðinni :Þ
Bíddu bara og sjáðu ;)

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma að setja Yggdrasil á listann - og svo bætist Hagstofan og LÍN við. Já það er svona að eiga foreldra sem eru bara að leika sér í útlöndum ;-)
-mamma-