6.10.07

Ísland fagra Ísland .....

Eldgamla Ísafold - ég er komin aftur

Eftir tvær yndislegar vikur í Oxford er ég komin heim í algjört haust og þvílíkan KULDA ! Við erum greinilega þónokkuð norðar en England : /

Heimferðin gekk vel - mun betur en niðurpökkunin alla veganna ! Ég pakkaði niður í heildina fjórum sinnum ! Ég bara bókstaflega kom ekki dótinu öllu fyrir í ferðatöskuna sem ég fór með út (greinilega verslaði aðeins meira en ég hélt ég myndi gera :Þ) Á endanum skildi ég ferðatöskuna sem ég fór með út eftir í Oxford, fékk aðra aðeins stærri lánaða og skyldi svo eftir í kringum 5 kíló af fötum og dóti (ekkert nýtt þó :Þ) ! Ég ánafnaði mömmu meira segja ál lausa heilsusvitalyktareyðinn minn sem lætur mann ekki fá krabbamein !

Rútuferðin á Heathrow gekk vel og ég komst klakklaust í gegnum innritun (með 25 kíló) og vopnaleitina (þar sem allir þurftu að fara úr skónum !)

En home sweet home ! Ég eyddi fyrsta deginum heima í að vera veik : / en núna er þessi blessaða flensa svo gott sem búin að kveðja mig (eins og mamma sagði þá skyldi ég hana eftir hjá henni :Þ)

Nú tekur við VINNA - LESTUR - LESTUR - RITGERÐ - VINNA - LESTUR :S - VINNA - og svo einhver skemmtilegheit. Ég er búin að panta gönguferð á Gróttu með Rebekku, útaðborða eða annað matartengt með Kristínu og Andra, heimsókn til Selmu og svo ætla ég að krækja í hana Sögu í eitthvað brall :Þ

Adíos

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú sem ert svo góð að pakka niður - enda með mikla þjálfun eftir að hafa pakkað ósjaldan niður fyrir mig hehhe Ekki alslæmt að eiga svona skipulagða og drífandi systur ;)

Hvernig veit maður að það sé ál í svitaeyðinum manns?

Skemmtilegt blogg esskan mín þú ert svo sæt og fín;)

-María

Nafnlaus sagði...

Ohh takk fyrir það :) Ég vinn því miður ekki kraftaverk og mistökin voru þau að fara ekki með stærri ferðatösku út :Þ En mér tókst samt að koma öllu í töskuna mína nema ég gat ekki loftað henni :Þ

Það stendur aluminum circonium eða eitthvað í þá áttina á svitalyktaeyðinum :)

Ég sakna þín SVOOOOO mikið - tel niður dagana til jóla og þá getum við spókað okkur saman í Oxford :*

Nafnlaus sagði...

Þú mannst að gera vinnuplanið ;-) -mamma-

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim aftur sæta :o) Er sko til í Gróttugönguferð í vikunni ! Ég heyri í þér síðar og við finnum góðan tíma :o)

Vona svo að allt gangi vel hjá þér, í vinnunni, lestrinum og ritgerðinni. Sendi þér góða strauma !

Nafnlaus sagði...

Ég vil fá nýtt blogg:)

-Segir Lati bloggarinn;)

Íris sagði...

Komið :D