16.9.07

mjög lítið spennandi og enn minna áhugavert

Þessa dagana er ég að uppgötva alveg nýja manngerð - þessi sem að drepur þig með góðmennsku : / Ég hef aldrei áður umgengist svona manneskju sem að segir svo góða og fallega hluti og virkar svo góð og yndisleg og hefur gengið í gegnum margt sem síðan notar þetta til að fá sínu framgengt *arg* og þar sem maður var ekki nógu var um sig til að stöðva þessa vitleysu í byrjun þá er þetta farið að vinda óþægilega mikið upp á sig ...
Ég þakka fyrir að þetta er bara tímabundið því hún er svo sannarlega farin að taka á taugarnar.

Helgin er svo sannarlega búin að vera með rólegasta móti. Föstudagskvöldinu eyddum við Orri heima í kósíheitum. Í gær fórum við svo í hinn vikulega laugardagsmorgunverð hjá Maggý - við vorum að tala um það í gær að við erum búin að fara til hennar á laugardagsmorgnum (missnemma þó :Þ) í rúm 4 ár núna ! Restin af gærdeginum var svo vinna vinna vinna frá 13-23. Ég fór svo beint upp í rúm að sofa eftir vinnu því ég var svo mætt í vinnuna kl. 7:30 í morgun og hér verð ég til 16. Restina af deginum í dag ætla ég að eyða í kökuát hjá Maggý og svo ætla ég að gera ekki baun í bala í kvöld. Er þetta ekki spennandi og áhugavert.

-ÍÓ-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm... ekki skemmtileg týpa, svona eiginhagsmunaseggur í búningi góðmennsku.

Annars heyrist mér að þetta slagi upp í 200 morgunverði!!!

Nafnlaus sagði...

Umm stundum er best að gera ekki neitt:)

Nú er ég forvitin - hver er þetta?

Íris sagði...

Haha vá já Kristín - það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt - 200 morgunverðir !

María ég segi þér það næst þegar við hittumst (á msn) - Vil ekki vera að nafngreina neinn á netinu