18.9.07

Þó að það sé ansi snemmt þá er ég alveg að verða komin í jólaskap :Þ Farin að huga að jólagjöfum, flugi út til Oxford, jólasörum, jólafötum, jólaskrauti og allt sem fylgir :Þ Enda bara 97 dagar til jóla álesendur góðir !

Í dag var síðasti vinnudagurinn fyrir ferðina til Oxford svo nú þarf ég að nýta tímann vel - mamma er búin að sjá til þess að ég hafi í nógu að stússast ;) Nei ég er bara stríða þér :Þ En já þvo, pakka, þvo og svo þarf ég alltaf að nýta svona tímapressu til að koma öðrum hlutum í verk sem koma málinu ekkert við. T.d. varð ég að rífa allt út úr draslskápnum (draslið er allt bókhald ársins 2007 sem hefur ekki enn ratað í möppu : O) en tilgangurinn var að finna pínulítinn plastlímmiða.
Ég var nefnilega búin að ákveða að það væri tímabært að skipta um þennan pínulitlaplastlímmiða á Ipodnum. Þvílíkur snilldarlímmiði skal ég segja, þetta er bara glært plast sem er límt yfir skjáinn og þá rispast hann ekki :D Hann hefur greinilega gert sitt því límmiðinn sjálfur var orðin þvílíkt rispaður en skjárinn er enn alveg krispí ... merkilegt ekki satt.
Svo er ég loksins byrjuð að færa myndböndin af öllum DV-spólunum sem ég er búin að taka upp á myndbandsupptökuvélina - Ég er ekki búin að nenna að gera þetta í 4 mánuði en rétti tíminn er víst núna einhverra hluta vegna *hmm*

Morgundagurinn verður undirlagður - útréttingar og stúss og ekkert annað. Og svooooo sweet sweet OXFORD - jibbí ég er að fara til útlanda í 2 vikur !!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð að hryggja þig með því að það var ansi kalt í dag. Held að hitinn hafi ekki verið nema um 14 - 15 stig. Næstum þörf fyrir vettlinga á hjólinu í morgun :-) En harkaði samt af mér í stuttu pilsi og leggings ;-) Held að spáin sé svipuð áfram. -mamma-

Íris sagði...

Haha ef þú gast verið úti í stuttu pilsi og leggings á hjóli þá er ekki kalt :Þ
Kem samt með vettlinga til öryggis ;)

Nafnlaus sagði...

Skemmtið ykkur vel saman:)Meðan ég verð hér í Svíþjóð að byrja í Anatomy og lífeðlisfræði - hlakka mjög til:)

-María

Unknown sagði...

úff ég líka, ég get ekki beðið eftir jólunum :)

öfunda þig svoooo mikið að vera að fara til útlanda, ekki í flugið samt :)

Nafnlaus sagði...

Ojjjj þér!! Hafðu það samt ógó gott úti í faðmi fjölskyldunnar!! Ég gleymdi samt að fá reikningsnúmerið hjá þér til að leggja inná þig ef þú finnur iPod ;) mátt endilega senda það á mig á sas8 ef þú ferð eitthvað að versla! Skemmtu þér vel og ekki gleyma þér í afslöppun hehe ;)